Fara í innihald

Spjall:Lev Trotskíj

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ath. ísl. ritháttinn, á hann ekki að vera Trotskíj? Thvj 2. febrúar 2008 kl. 21:45 (UTC)[svara]

Jú, nema rík hefð sé komin á annað... Ég veit eiginlega ekki hvaða hefð er til staðar eða hversu rík hún er. --Akigka 2. febrúar 2008 kl. 22:58 (UTC)[svara]
Ég hef séð Trotský, Trotzký og svo Trotskíj, en langsamlega oftast Trotský og legg því til að það verði ritað þannig. --Vésteinn 12. febrúar 2008 kl. 02:45 (UTC)[svara]
Það er mjög óeðlilegt að enda orð á j í íslensku, er það ekki? Og það bætir engu við framburðinn ef á undan er sérhljóði eins og í/ý, eða hvað? En við ættum að fara eftir samræmdum umritunarreglum fyrir rússnesku/kyrrilísk stafróf ef þær eru til. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 03:20 (UTC)[svara]
Já, ég er sammála því, en samkvæmt umritunarreglunum á að umrita staf fyrir staf ий í enda orðs sem íj eða ij. j-ið í endann er borið fram í rússnesku þótt það kunni að virðast undarlegt í okkar augum. Ý er núorðið einfaldlega borið fram eins og í í íslensku og nær þessu því ekki. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 09:11 (UTC)[svara]
Þá býst ég við að ég sé fylgjandi íj / ij. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 16:40 (UTC)[svara]

Gegnir: Trotskíj, Lev, 1879-1940 Ævi mín / - [1] --85.220.93.48 12. febrúar 2008 kl. 04:16 (UTC)

Vissulega gilt dæmi um þá stafsetningu, en hin er samt algengari. --Vésteinn 26. febrúar 2008 kl. 00:23 (UTC)[svara]
Fylgismaður Trotskís er kallaður trotskíisti og Trotskýs trotskýisti -- en ef maður skrifar "Trotskíj", þá hlýtur maður að skrifa "trotskíjisti" er það ekki? Það lítur nú ekki vel út á prenti, er það? Hefur einhver séð þá stafsetningu? Samræmist það yfir höfuð íslenskum réttritunarreglum að enda orð á joði? --Vésteinn 1. mars 2008 kl. 03:45 (UTC)[svara]
Nei en það samræmist þessum umritunarreglum að því er virðist. Í íslensku er annars ekki skrifað j á milli í og i né á milli ý og i. --Cessator 1. mars 2008 kl. 04:00 (UTC)[svara]
Ég get vel fallist á að það sé strangt til tekið réttara að skrifa "-íj", en fyrir mitt leyti, þá finnst mér að málhefðin ætti að vega þyngra. --Vésteinn 1. mars 2008 kl. 04:05 (UTC)[svara]
Málhefðin vegur vissulega þyngra, það er tekið fram í umritunarreglunum sem um ræðir, svo færðu þetta bara ef þú vilt. --Akigka 1. mars 2008 kl. 10:34 (UTC)[svara]
Hins vegar getur stefnan vel heitið trotskíismi þótt eftirnafnið sé skrifað Trotskíj. --Akigka 1. mars 2008 kl. 10:35 (UTC)[svara]